spot_img

“Héraðið” selst víða

Arndís Hrönn Egilsdóttir í Héraðinu.

New Europe Film Sales hefur þegar gengið frá sölu á Héraðinu, nýrri bíómynd Gríms Hákonarsonar, til margra landa. Tökur eru nýafstaðnar en myndin er kynnt á Cannes hátíðinni sem nú stendur yfir.

Héraðið hefur þegar verið seld til Bretlands, Írlands, Ástralíu, Nýja Sjálands, Sviss, Benelux landanna, Ungverjalands, Grikklands og Norðurlandanna, auk Frakklands.

Héraðið er drama sem fjallar um Ingu, miðaldra kúabónda, sem missir eiginmann sinn og verður að standa á eigin fótum. Myndin verður frumsýnd á næsta ári. Með helstu hlutverk fara Arndís Hrönn Egilsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Grímar Jónsson hjá Netop Films er aðalframleiðandi en samframleiðendur eru Profile Pictures í Danmörku, One Two FIlms í Þýskalandi og Haut et Court í Frakklandi.

Myndin er studd af Kvikmyndamiðstöð Íslands, Dönsku kvikmyndastofnuninni, Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, Haut et Court dreifingu, Eurimages, SR/Arte, DR, RÚV og Creative Europe-MEDIA.

Sjá nánar hér: ‘Rams’ Director Grimur Hakonarson’s ‘The County’ Sells to Several Territories (EXCLUSIVE)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR