spot_img
HeimEfnisorðCannes 2018

Cannes 2018

Helstu fagmiðlar velja “Kona fer í stríð” og “Arctic” meðal bestu myndanna í Cannes þetta árið

Cannes hátíðinni er lokið og uppgjör helstu fagmiðla liggja fyrir. Hollywood Reporter segir mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vera meðal áhugaverðustu mynda hátíðarinnar og bæði Variety og Indiewire setja Arctic á lista sína yfir helstu myndirnar á Cannes þetta árið.

“Kona fer í stríð” fær SACD verðlaunin í Cannes

Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, hlutu rétt í þessu SACD verðlaunin sem veitt eru í flokknum Critic's Week á Cannes hátíðinni. Verðlaunin eru veitt af samtökum handritshöfunda og tónskálda.

Dagbókarfærsla Benedikts daginn eftir frumsýningu í Cannes

Benedikt Erlingsson hefur sent frá sér aðra vídeódagbókarfærslu frá Cannes þar sem hann fer yfir viðbrögð gagnrýnenda við mynd sinni, Kona fer í stríð - og fer með dýran kveðskap ásamt Ólafi Egilssyni handritshöfundi.

Variety um “Kona fer í stríð”: Líkleg til að gera gott mót á heimsvísu

Variety hefur bæst í hóp annarra helstu kvikmyndamiðla sem gefa kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hæstu einkunn. Jay Weissberg, gagnrýnandi miðilsins, spáir myndinni mikilli velgengni á veraldarvísu.

“Kona fer í stríð” frumsýnd í Cannes

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson var frumsýnd í dag á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hér má sjá myndbút af langvinnu lófaklappi eftir sýninguna, sem og vídeódagsbókarfærslu Benedikts frá í gær.

“Kona fer í stríð” fær 6 milljóna kynningarfé frá ríkisstjórninni

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að veita kvikmyndinni Kona fer í stríð sex milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til kynningarmála í kringum þátttöku myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. RÚV greinir frá.

Benedikt bjargar heiminum

Á vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er rætt við Benedikt Erlingsson í tilefni þess að mynd hans Kona fer í stríð er frumsýnd á Critic's Week í Cannes.

“Héraðið” selst víða

New Europe Film Sales hefur þegar gengið frá sölu á Héraðinu, nýrri bíómynd Gríms Hákonarsonar, til margra landa. Tökur eru nýafstaðnar en myndin er kynnt á Cannes hátíðinni sem nú stendur yfir.

“Kona fer í stríð og “Arctic” meðal áhugaverðustu myndanna á Cannes að mati Screen

Screen International fjallar um 20 áhugaverðustu myndirnar á Cannes að mati miðilsins. Meðal þeirra eru Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, sem tekur þátt í Critics‘ Week hliðardagskrá hátíðarinnar og Arctic, íslensk minnihlutaframleiðsla meðframleidd af Pegasus, sem er sýnd á miðnætursýningum sem hluti af opinberu vali hátíðarinnar.

“Kona fer í stríð” valin á Critic’s Week í Cannes

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur verið valin til keppni í Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem fram fer í maí. Þetta var tilkynnt í morgun.

Bandarísk/íslensk samframleiðsla, “Arctic”, valin á Cannes

Kvikmyndin Arctic í leikstjórn Joe Penna, sem tekin var upp hér á landi síðasta vor, var valin í Miðnæturflokk Cannes hátíðarinnar sem fram fer í maí. Tómas Örn Tómasson er tökumaður myndarinnar og starfsliðið var nær eingöngu skipað Íslendingum. Pegasus er meðal framleiðenda myndarinnar, en danski leikarinn Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR