„Kona fer í stríð og „Arctic“ meðal áhugaverðustu myndanna á Cannes að mati Screen

Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið í Kona fer í stríð.

Screen International fjallar um 20 áhugaverðustu myndirnar á Cannes að mati miðilsins. Meðal þeirra eru Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, sem tekur þátt í Critics‘ Week hliðardagskrá hátíðarinnar og Arctic, íslensk minnihlutaframleiðsla meðframleidd af Pegasus, sem er sýnd á miðnætursýningum sem hluti af opinberu vali hátíðarinnar.

Cannes kvikmyndahátíðin mun fara fram dagana 8.-19. maí.

Kona fer í stríð segir frá kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands, þar til munaðarlaus stúlka stígur inn í líf hennar. Að bjarga einu barni eða að bjarga heiminum?

Arctic segir frá manni sem er strand á Norðurpólnum. Björgun virðist loks í aðsigi en fer út um þúfur vegna hræðilegs slyss. Hann þarf þá að ákveða hvort hann bíði áfram eftir björgun í hinum tiltölulega öruggu búðum eða haldi í hættulegan leiðangur í þeirri von að bjargast fyrr.

Sjá nánar hér: Cannes 2018: 20 films to look out for | Features | Screen

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR