„Vargur“ Barkar Sigþórssonar frumsýnd

Vargur, fyrsta bíómynd Barkar Sigþórssonar, er frumsýnd í dag í Senubíóunum.

Vargur segir frá bræðrunum Erik og Atla sem eiga báðir við fjárhagsvanda að stríða af ólíkum ástæðum. Saman grípa þeir til þess ráðs að smygla dópi til landsins. Erik skipuleggur verkefnið í þaula og allt virðist ætla að ganga upp, en óvænt atvik setur strik í reikninginn.

Börkur skrifar einnig handritið. Baltasar Kormákur og Agnes Johansen framleiða fyrir RVK Studios. Með helstu hlutverk fara Baltasar Breki Samper, Gísli Örn Garðarsson, Marijana Jankovic og Anna Próchniak.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR