HeimEfnisorðAgnes Johansen

Agnes Johansen

Mik­il vel­gengn­i í ís­lenskr­i kvik­mynd­a­gerð

Kvikmyndaframleiðendur segja að tilkoma streymisveita hafi gjörbylt fjármögnunarmöguleikum í kvikmyndaframleiðslu. Á árinu 2020 var mikill hagnaður í íslenskri kvikmyndagerð. Fjallað er um þetta í Fréttablaðinu.

„Mules“ í tökur í vor

Breska sölufyrirtækið West End Films mun sjá um alþjóðlega sölu á kvikmyndinni Mules sem Baltasar Kormákur og Agnes Johansen framleiða fyrir RVK Studios. Börkur Sigþórsson mun leikstýra og áætlað er að tökur hefjist í vor.

„Eiðurinn“ og „Alma“ fá stuðning frá Norræna sjóðnum

Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks og Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur fá styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur standa yfir á þeirri fyrrnefndu og eru að hefjast á þeirri síðarnefndu.

Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? Umræðurnar í fullri lengd hér

Pallborðsumræðurnar sem RIFF stóð fyrir mánudaginn 28. september undir heitinu Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? má skoða hér í heild sinni.

Ástarævintýri fjárfesta og kvikmyndagerðarmanna rétt að byrja?

Allir þátttakendur í pallborðsumræðum sem RIFF hélt í gær undir yfirskriftinni Er íslensk kvikmynd góð fjárfesting? voru sammála um að svo væri ef rétt er að henni staðið. „Ástarævintýrið er hafið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fundarstjóri og átti við samband kvikmyndagerðarmanna og fjárfesta.

„Fúsi“ selst vel í Berlín, frumsýning á Íslandi 20. mars

Alþjóðleg sala á kvikmynd Dags Kára, Fúsi, sem frumsýnd var á yfirstandandi Berlínarhátíð, gengur vel. Franska sölufyrirtækið Bac Films hefur nú selt myndina til Imovision (Brasilíu), September Films (Benelux), Babilla Cine (Kólumbíu) og Europafilm (Noregi). Fyrir kvikmyndahátíðina í Berlín var hún einnig seld til Alamode (Þýskaland og Austurríki) og MCF Megacom (fyrrum Júgóslavía).
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR