18 nýjar heimildamyndir sýndar á Skjaldborg 2018

Frá Skjaldborgarhátíðinni (Mynd: Atli Már Hafsteinsson).

18 nýjar heimildamyndir og 9 verk í vinnslu verða sýnd á Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda sem fram fer á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina 18.-21. maí.

Heiðursgesturinn í ár er danski klipparinn Niels Pagh Andersen en hann hefur klippt yfir 250 kvikmyndir, flestar þeirra heimildamyndir. Má þar nefna margverðlaunaðar myndir á borð við The Act of Killing og The look of Silence eftir Joshua Openheimer og Three Rooms of Melancholia eftir Pirjo Honkasalo. Að vanda verður meistaraspjall með heiðursgestinum á laugardagskvöldinu.

Tvenn verðlaun eru afhent á hátíðinni, annars vegar Einarinn – áhorfendaverðlaun Skjaldborgar og hins vegar Ljóskastarinn – dómnefndarverðlaun hátíðarinnar. Í dómnefnd að þessu sinni verða Ragnar Bragason leikstjóri, Yrsa Roca Fannberg leikstjóri og Elísabet Indra Ragnarsdóttir tónlistarkona og fyrrum dagskrárgerðarkona á RUV.

Eftirtaldar myndir verða sýndar á hátíðinni í ár:

Amma – Dagbók Dísu eftir Önnu Sæunni Ólafsdóttur
Amma Sella eftir Silju Hinriksdóttur
Bráðum verður bylting! eftir Hjálmtý Heiðdal og Sigurð Skúlason
DiGiT eftir Erlu Rúnarsdóttur
Draumur á Farö eftir Ara Allansson og Niko Björkman
Even Asteroids Are Not Alone eftir Jón Bjarka Magnússon
Heim í Valhöll -Saga Péturs A. Ólafssonar eftir Söru Haynes
Heimaey eftir Soniu Schiavone
Innan seilingar eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson
Kanarí eftir Magneu Björk Valdimarsdóttur og Mörtu Sigríði Pétursdóttur
Litla Moskva eftir Grím Hákonarson
Rjómi / Cream eftir Freyju Kristinsdóttur
Söngur Kanemu/Kanema ́s Song eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur
Tími/Time itself eftir Ásgeir Sigurðsson
Urban Warriors – Los Angeles eftir Sunnu Guðnadóttur
UseLess eftir Rakel Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur
Valdi eftir Ágúst Stefánsson
Valkyrjur eftir Valgerði Júlíusdóttur

Einnig verður videoverkið Play eftir Lisu Matthys til sýninga í Húsinu Creative Space.

Verk í vinnslu:

Amma dreki Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
Er ást? Kristín Andrea Þórðardóttir
Góði hirðirinn Helga Rakel Rafnsdóttir
Lúðrasveitin hennar Maríu Haukur Sigurðsson
Síðasta áminningin Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson
Síðasta haustið Yrsa Roca Fannberg
Sjóræningi ástarinnar Árni Sveinsson / Sara Gunnarsdótttir
Svona fólk Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Takið af ykkur skóna Stefanía Thors

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR