Benedikt Erlingsson: Þurfum að láta hræða okkur

Benedikt Erlingsson (mynd Eggert/mbl.is)

Benedikt Erlingssson ræðir um mynd sína Kona fer í stríð við Morgunblaðið og kemur víða við.

Kona fer í stríð kom til mín í draumi. Í draumn­um var ég stadd­ur í sund­inu milli Þjóðleik­húss­ins og Þjóðmenn­ing­ar­húss­ins þegar kona kem­ur hlaup­andi til mín í rign­ingu án þess að sjá mig. Þegar hún stopp­ar sé ég að baki henni hljóm­sveit sem er að spila fyr­ir hana, ekki fyr­ir mig. Ég hugsaði að svona langaði mig til að hafa í mynd­inni minni. Þarna fædd­ist neisti. En þetta teng­ist al­farið kon­septi mynd­ar­inn­ar, um leið og þetta er aðferð til að sýna innri bar­áttu hetj­unn­ar og gera það á sjón­ræn­an og tón­list­ar­leg­an hátt,“ seg­ir Bene­dikt sem tók á móti blaðamanni á heim­ili sínu í Mos­fells­bæ ör­fá­um dög­um áður en leið hans lá til Frakk­lands fyrr í mánuðinum.

Eins og dóms­dags­spá­maður

Að sögn Bene­dikts kem­ur hug­mynd­in að Kona fer í stríð úr nokkr­um átt­um. „Okk­ar kyn­slóð stend­ur frammi fyr­ir risa­stóru verk­efni sem snýr að um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um. Ég held að fáar ef nokkr­ar kyn­slóðir í mann­kyns­sög­unni hafi fengið stærra verk­efni – og þá er ég að tala um ríka hluta mann­skyns­ins, okk­ur sem fáum að ferðast í flug­vél­um,“ seg­ir Bene­dikt og tek­ur fram að inn­an við hundrað ár séu þar til borg­ir á borð við London, Kaup­manna­höfn og Amster­dam verði komn­ar und­ir vatn. „Og Höfðaborg er nú þegar orðin vatns­laus. Samt eru þetta bara smá­mun­ir sam­an­borið við það sem bíður okk­ar ef hita­stigið á jörðinni hækk­ar um fjór­ar gráður, eins og allt virðist stefna í, því þá losn­ar me­tangasið úr sífrer­um sem þýðir að hit­inn hækk­ar í 11 gráður sem þýðir út­dauði lífs­ins á jörðinni.

Þegar maður tal­ar um þetta líður manni eins og dóms­dags­spá­manni og það lang­ar eng­an að vera í því hlut­verki. Við erum samt kom­in á þann stað að við þurf­um að láta hræða okk­ur,“ seg­ir Bene­dikt og rifjar upp að full­trú­ar World Bank hafi skorað á hann og fleiri leik­stjóra að mennta sig í lofts­lags­mál­um. „Það féll auðvitað ekki í góðan jarðveg hjá koll­eg­um mín­um að láta banka­menn segja okk­ur hvernig sög­ur við ætt­um að segja, en al­mættið tal­ar í gegn­um ólík­leg­ustu far­vegi. Þessi ógn er einn þráður mynd­ar­inn­ar. Næsta spurn­ing var síðan hvernig sögu mig langaði að segja um þetta. Ég nenni ekki að segja sárs­auka­sög­ur eins og oft vill brenna við í „art hou­se“-mynd­um þar sem verið er að hrista hel­vít­is áhorf­and­ann til meðvit­und­ar.

Eitt af því sem ég skoða í mynd­inni er hin djúp­stæða þörf okk­ar fyr­ir að vera hetja – eða til að orða það fal­leg­ar – að verða að gagni með því að bæta heim­inn, skilja eitt­hvað eft­ir sig og vinna fyr­ir aðra. For­eldra­hlut­verkið er hluti af þessu, því mik­il sjálfs­fórn felst í því. Þessi þörf, sem ég held að all­ir búi yfir, er líka afl sem get­ur flutt okk­ur yfir lín­una og gert okk­ur að stríðsmönn­um þar sem jafn­vel til­gang­ur­inn helg­ar meðalið. Þetta er líka aflið á bak við hryðju­verka­menn­ina sem fórna sjálf­um sér til að bjarga heim­in­um frá okk­ur heiðingj­un­um. Þannig að þetta er tví­eggjað sverð og ástríða sem all­ir tengja við. Hvernig seg­ir maður æv­in­týri um þetta?“

Ævin­týra- og has­ar­mynd

Sérðu mynd­ina sem æv­in­týra­mynd?

„Ævin­týri er lyk­il­orð. Mér finnst við ekki segja nógu mikið af æv­in­týr­um. Mér finnst kvik­mynd­ir sem gerðar eru í Norður-Evr­ópu oft vera um sárs­auka og eymd. Mér finnst ekki nógu mikið gert af æv­in­týra­mynd­um. Að sumu leyti er Kona fer í stríð mjög raun­sæ­is­leg og farið er mjög ná­kvæm­lega gegn­um skemmd­ar­verk­in. Þetta er elt­ing­ar­leik­ur og þriller. Hún reyn­ir að fylgja lög­mál­um has­ar­mynd­ar­inn­ar. Mig langaði til að gera fyrstu ís­lensku has­ar­mynd­ina, af því að Íslend­inga­sög­ur eru has­ar­mynd­ir þegar best tekst til. Það er svo gam­an að segja sög­ur þar sem aðeins er lýst því sem ger­ist og sá sem hlust­ar, les eða horf­ir get­ur sjálf­ur ráðið í hvað er að ger­ast inn­an í mann­eskj­unni. Svo langaði mig að gera lit­ríka og hlýja mynd. Orðið skemmti­legt er kannski ekki sexí, en mig langaði að skemmta áhorf­end­um á sama tíma og ég segði þeim mjög al­var­lega sögu. Ég er sú týpa af sögu­manni sem leiðist drama­tísk­ar sög­ur sem leika bara á einn streng. Ég hef mikla þörf fyr­ir að hleypa öðru hvoru inn trúðunum, eins og Shakespeare myndi hafa sagt. Það er svo fal­leg skil­grein­ing á kó­medíu og harm­leik að eini mun­ur­inn þar á sé end­ir­inn þar sem efnis­tök­in eru að öðru leyti al­veg eins.“

Viðtalið sem er langt og ítarlegt má lesa í heild hér: Þurfum að láta hræða okkur

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR