Bandarísk/íslensk samframleiðsla, „Arctic“, valin á Cannes

Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið í Arctic.

Kvikmyndin Arctic í leikstjórn Joe Penna, sem tekin var upp hér á landi síðasta vor, var valin í Miðnæturflokk Cannes hátíðarinnar sem fram fer í maí. Tómas Örn Tómasson er tökumaður myndarinnar og starfsliðið var nær eingöngu skipað Íslendingum. Pegasus er meðal framleiðenda myndarinnar, en danski leikarinn Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið.

Ásamt Pegasus er Einar Þorsteinsson kvikmyndagerðarmaður í Los Angeles meðal framleiðenda. Tökur stóðu í 22 daga síðasta vor og fóru fram við Nesjavelli og Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni.

Joe Penna leikstýrir og skrifar handrit ásamt Ryan Morrison. María Thelma Smáradóttir fer einnig með hlutverk í myndinni og þá var starfsliðið nær eingöngu skipað Íslendingum. Tómas Örn Tómasson sá um kvikmyndatöku, Atli Geir Grétarsson og Gunnar Pálsson gerðu leikmynd, Margrét Einarsdóttir sá um búninga og Ragna Fossberg um förðun.

Myndin fjallar um mann sem verður strandaglópur á Norðurheimskautinu. Tilraun til björgunar fer í vaskinn og hann verður að gera upp við sig hvort hann dvelji áfram í tjaldi sínu eða haldi í háskaför á vit óvissunnar þar sem óvíst er um björgun.

Sjá má lista yfir opinbera valið á Cannes hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR