„Una“ Marteins Þórssonar fær vilyrði frá KMÍ

Marteinn Þórsson.

Nýtt verkefni Marteins Þórssonar, bíómyndin Una (Recurrence), hefur fengið 110 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndasjóði. Marteinn skrifar handritið ásamt Óttari Norðfjörð.

Heildarkostnaður er sagður nema um 250 milljónum króna. Guðrún Edda Þórhannesdóttir hjá Duo Productions er framleiðandi en Marteinn er meðframleiðandi. Aðrir meðframleiðendur eru Gunnar Carlsson hjá Anagram í Svíþjóð og Christian Riffard hjá Frozen Frogs í Frakklandi. Sænsk/finnska sölufyrirtækið Yellow Affair annast alþjóðlega sölu.

Leikaraval og annar undirbúningur hefst í maí en áætlað er að tökur fari fram á fyrrihluta næsta árs. Verkefnið hefur verið valið á Focus Asia samframleiðslumarkaðinn sem fram fer samhliða Far East kvikmyndahátíðinni í Udine á Ítalíu í seinnihluta apríl.

Sjá nánar hér: UNA (Recurrence) gets 110 million ISK production grant – Selected for Focus Asia in Udine. Shooting early 2019.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR