HeimEfnisorðGuðrún Edda Þórhannesdóttir

Guðrún Edda Þórhannesdóttir

Friðrik Þór gerir mynd um forboðið samband Steins Steinarrs og Louisu Matthíasdóttur

Friðrik Þór Friðriksson stefnir á tökur á nýrri mynd sinni Drepum skáldið (Kill the Poet) á haustmánuðum. Myndin fjallar um forboðið samband skáldsins Steins Steinarrs og málarans Louisu Matthíasdóttur á fimmta áratug síðustu aldar.

„Una“ Marteins Þórssonar fær vilyrði frá KMÍ

Nýtt verkefni Marteins Þórssonar, bíómyndin Una (Recurrence), hefur fengið 110 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndasjóði. Marteinn skrifar handritið ásamt Óttari Norðfjörð.

Sænskur leikstjóri gerir mynd á íslensku

Tökur standa nú yfir hér á landi á mynd sænska leikstjórans Maximilian Hult, Pity the Lovers. Leikarar eru íslenskir og myndin á íslensku. Myndin er framleidd af Önnu G. Magnúsdóttur og Anders Granström hjá sænska framleiðslufyrirtækinu Little Big Productions í samvinnu við Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur og Friðrik Þór Friðriksson hjá Hughrif. Sömu aðilar gerðu hér kvikmyndina Hemma fyrir nokkrum árum.

Chaplin og Molina í mynd Katrínar Ólafsdóttur „The Wind Blew On“

Spænsku leikkonurnar Geraldine Chaplin og Angela Molina munu koma fram í kvikmynd Katrínar Ólafsdóttur, The Wind Blew On, sem í fyrra hlaut Eurimages Lab verðlaunin í Haugasundi. Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi er einnig komin að verkefninu, sem verið hefur í tökum í um sex ár.

Elfar Aðalsteins og Karl Óskarsson gera mynd á Írlandi

Elfar Aðalsteins er nú við tökur á End of Sentence, fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd. Þær fara fram á Írlandi. Karl Óskarsson er tökumaður, en þeir Elfar gerðu saman stuttmyndina Sailcloth með John Hurt í aðalhlutverki, fyrir nokkrum árum og var hún valin stuttmynd ársins á Eddunni 2013. Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eva María Daníels og Sigurjón Sighvatsson framleiða ásamt Samson Films á Írlandi og Elfari.

Ítölsk/íslensk bíómynd fær 19 milljónir frá Eurimages

Guðrún Edda Þórhannesdóttir hjá Tvíeyki (Duo Productions) er meðframleiðandi ítölsk/íslensku kvikmyndarinnar Life Runs Over You í leikstjórn Paolo Sassanelli, sem tekin verður upp að hluta hér á landi í sumar. Verkefnið fékk á dögunum styrk frá Eurimages sem nemur um 19 milljónum króna. Auk Guðrúnar koma Helga Stefánsdóttir búningahönnuður og Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld að verkinu í lykilpóstum.

„Eiðurinn“ og „Alma“ fá stuðning frá Norræna sjóðnum

Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks og Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur fá styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur standa yfir á þeirri fyrrnefndu og eru að hefjast á þeirri síðarnefndu.

Kristín Jóhannesdóttir undirbýr nýja kvikmynd

Hverju sinni er fjöldi verkefna á mismunandi stigum vinnslu í bransanum, ekki síst á hugmynda- og skriftarstiginu, sem ástæðulaust er að fjalla um fyrr en þau eru komin á framkvæmdastigið. Þó langar mig að gera örlitla undantekningu nú, segir Ásgrímur Sverrisson.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR