Ítölsk/íslensk bíómynd fær 19 milljónir frá Eurimages

Guðrún Edda Þórhannesdóttir hjá Tvíeyki (Duo Productions) er meðframleiðandi ítölsk/íslensku kvikmyndarinnar Life Runs Over You í leikstjórn Paolo Sassanelli, sem tekin verður upp að hluta hér á landi í sumar. Verkefnið fékk á dögunum styrk frá Eurimages sem nemur um 19 milljónum króna. Auk Guðrúnar koma Helga Stefánsdóttir búningahönnuður og Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld að verkinu í lykilpóstum.

Myndin segir frá tveimur vinum á fertugsaldri sem ákveða að kveðja heimabæ sinn á suður-Ítalíu og ferðast um Norður-Evrópu. Á ferðalagi sínu kynnast þeir konu og lenda með henni í allskonar ævintýrum þar sem þeir enduruppgötva lífsgleðina og fegurð manneskjunar. Með hlutverk vinnanna fara Pierfrancesco Favion (Rush, World War Z) og Guiseppe Battioston (Perfect Strangers).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR