Stuttmyndin „Leitin að Livingstone“ frumsýnd

María Dalberg, Vera Sölvadóttir og Damon Younger á frumsýningunni í Bíó Paradís í gær.
María Dalberg, Vera Sölvadóttir og Damon Younger á frumsýningunni í Bíó Paradís í gær.
Vera Sölvadóttir leikstjóri og Einar Kárason rithöfundur.
Vera Sölvadóttir leikstjóri og Einar Kárason rithöfundur.

Stuttmynd Veru Sölvadóttur, Leitin að Livingstone, var frumsýnd í gær í Bíó Paradís (myndin var reyndar sýnd á Reykjavík Shorts & Docs og einnig á Clermont-Ferrand stuttmyndahátíðinni í Frakklandi í febrúar s.l.). Myndin sem er 16 mínútur að lengd segir af Þór og Denna sem leggja af stað í leiðangur um Suðurlandið í leit að tóbaki en allt tóbak í borginni er uppurið vegna verkfalls opinberra starfsmanna.

Aðalhlutverk eru í höndum Damon Younger og Sveins Þóris Geirssonar. Vera skrifar handrit eftir smásögu Einars Kárasonar og leikstýrir. Framleiðandi er Guðrún Edda Þórhannesdóttir hjá Hughrifum, ásamt Friðrik Þór Friðrikssyni og Jim Stark. Víðir Sigurðsson sá um myndatöku, Elísabet Ronaldsdóttir klippti og Árni Gústafsson gerði hljóð. Monotown vann tónlistina.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR