Bergsteinn Björgúlfsson tilnefndur til verðlauna fyrir „Ófærð“ á Camerimage hátíðinni í Póllandi

Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndatökumaður.
Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndatökumaður.

Einn reyndasti tökumaður íslenskrar kvikmyndagerðar, Bergsteinn Björgúlfsson, er tilnefndur til verðlauna fyrir fyrsta þáttinn af Ófærð á pólsku hátíðinni Camerimage sem tileinkuð er kvikmyndatöku.

Ásamt honum eru tökumenn þátta á borð við Fargo, True Detective, Gomorrah, Manhattan og Penny Dreadful tilnefndir til verðlauna.

Camerimage fer fram dagana 14.-21. nóvember. Hrútar Gríms Hákonarsonar tekur þátt í aðalkeppni hátíðarinnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR