Ólafur Darri við BBC: Vinsældir “Ófærðar” koma skemmtilega á óvart

Ófærð-Ólafur Darri-The Times Saturday Review

Ólafur Darri Ólafsson segir í viðtali við útvarpsþáttinn Today á BBC að vinsældir Ófærðar í Bretlandi hafi komið skemmtilega á óvart. “Maður gerir eitthvað og vonar að það takist vel til og að áhorfendum líki það. Það kemur manni svo alltaf skemmtilega á óvart þegar fólk virðist bara hafa mjög gaman af,” segir Ólafur Darri.

Leikarinn er einnig er í forsíðuviðtali við helgarblað The Times, the Saturday Review, undir fyrirsögninni. “Stór. Loðinn. Talar íslensku. Nýjasta kyntáknið í sjónvarpi.” (The Times hefur aðgangslæsingu að vef sínum þannig að aðgengi er takmarkað).

Ófærð hefur fengið sérlega fín viðbrögð í Bretlandi eins og Klapptré hefur áður skýrt frá hérhér og hér. Vefurinn Nordic Noir and Beyond hefur tekið saman ummæli fjölmargra gagnrýnenda um þættina þegar þeir fóru af stað á BBC 4 og má skoða þau hér.

Þáttaröðin kemur út á DVD og Blu-ray þann 11. apríl næstkomandi í Bretlandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR