The Guardian: Hvað veldur nýtilkomnum vinsældum evrópsks sjónvarpsefnis í Bretlandi?

ófærð-trapped-poster-CROP

The Guardian leggur útaf velgengni Ófærðar í bresku sjónvarpi og veltir fyrir sér í fréttaskýringu hvað standi að baki góðum viðtökum breskra áhorfenda gagnvart norrænum og evrópskum sjónvarpsþáttaröðum í Bretlandi á undanförnum árum.

Bent er á að dönsku þættir Glæpurinn (Forbrydelsen) hafi breytt öllu fyrir nokkrum árum og að breskir áhorfendur hafi þannig farið að horfa á textað efni sem ekki hafi verið mikill áhugi á áður.

Greinarhöfundur leiðir að því líkum að yngra fólk, sem nú hafi flakkað um vefinn í tvo áratugi eða svo, leiði breytingarnar. Það sé vant því að skoða efni frá öllum heiminum og setji ekki fyrir sig texta.

Við þetta má svo bæta að viðtökur breskra áhorfenda skipta meira máli en flestra annarra Evrópulanda hvað varðar dreifingu og frekari útbreiðslu sjónvarpsefnis. Stærð markaðarins er aðeins hluti af því, enda franski og þýski markaðurinn svipaðir og jafnvel mun stærri. Bretland er hinsvegar leiðandi á sjónvarpsmarkaði í heiminum á eftir Bandaríkjunum og áhrifavald þess því mikið, auk þess sem landið er eitt fárra sem býr yfir fjölmiðlum sem njóta áhorfs, lesturs og hlustunar um allan heim.

Sjá nánar hér: Angst, thrills, intrigue: why Euro drama is taking over our screens | Television & radio | The Guardian

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR