spot_img

Ólafur Darri í “Zoolander 2”

Ólafur Darri Ólafsson kemur fram í Zoolander 2 ásamt Ben Stiller. (Samsett mynd).
Ólafur Darri Ólafsson kemur fram í Zoolander 2 ásamt Ben Stiller. (Samsett mynd).

Ólafur Darri Ólafsson kemur fram í Zoolander 2 þar sem Ben Stiller fer með aðalhlutverk og leikstýrir. Myndin er væntanleg innan tíðar. Hann leikur einnig í þáttaröðum sem birtast á Cinemax og Netflix, Quarry annarsvegar og Lady Dynamite hinsvegar.

Ólafur Darri leikur einnig í bíómyndunum The BFG í leikstjórn Steven Spielberg og The White King eins og Klapptré hefur áður skýrt frá. Þá fer hann með hlutverk í Vin Diesel myndinni The Last Witch Hunter sem nú fer um heimsbyggðina.

UPPFÆRT 14:22: Rétt er að taka fram að samkvæmt Morgunblaðinu vill Ólafur Darri ekki tjá sig um hvort hann taki þátt í Zoolander 2. Þetta er hinsvegar nefnt á vef kvikmyndarinnar The Last Witch Hunter. Bíóvefurinn sagði fyrst frá þessu hér.

UPPFÆRT: 18:17: Ólafur Darri hefur nú staðfest að hann kemur fram í myndinni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR