Fyrsta bíómynd Ísoldar Uggadóttir, Andið eðlilega, sem fengið hefur vilyrði frá KMÍ 2016, er meðal 25 verkefna sem valin hafa verið á meðframleiðslumessu kvikmyndahátíðarinnar Les Arcs í Frakklandi.
Messan snýst um að finna meðframleiðendur verkefna sem eru í undirbúningi. Í fyrra tók verkefni Hafsteins Gunnars Sigurðssonar og Huldars Breiðfjörð, Tréð, þátt í messunni.