spot_img

Fyrsta stiklan fyrir “Ófærð” er hér

Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð sem nú er í tökum.
Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð sem nú er í tökum.

Fyrsta stikla sjónvarpsþáttanna Ófærð hefur verið opinberuð. Þættirnir, sem eru tíu talsins, verða frumsýndir á RÚV 27. desember næstkomandi.

Rvk. Studios framleiðir þættina í samvinnu við RÚV, ZDF og DR. Leikstjórar eru Baltasar Kormákur, Óskar Axelsson, Baldvin Z og Börkur Sigþórsson. Handritshöfundar eru  Sigurjón Kjartansson, Clive Bradley, Ólafur Egilsson og Jóhann Ævar Grímsson. Með helstu hlutverk fara Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Bjarne Henriksen.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR