„Ófærð“ til Toronto 

Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð.
Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð.

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð hefur verið valin á Primetime hluta kvikmyndahátíðarinnar í Toronto. Primetime fer fram í fyrsta skipti á hátíðinni í ár og miðar að því að gera leiknu sjónvarpsefni hátt undir höfði.

Fyrsti þáttur Ófærðar verður sýndur á hátíðinni, en þáttaröðin spannar alls 10 þætti. Hátíðin fer fram 10.-20. september.

Söguþráður Ófærðar hljóðar svo:

Útlima- og hauslaus mannsbúkur finnst í ónefndu, íslensku sjávarþorpi sem er að lokast frá umheiminum vegna veðurs. Hið fámenna lögreglulið bæjarins  hefur rannsókn á meðan sérfræðingarnir að sunnan sitja fastir í Reykjavík. Líklega er morðinginn í bænum – og hann kemst hvergi.

Ófærð er úr smiðju Baltasars Kormáks og Sigurjóns Kjartanssonar. Leikstjórar eru Baltasar Kormákur, Baldvin Z, Óskar Þór Axelsson og Börkur Sigþórsson. Handritshöfundar eru Sigurjón Kjartansson, Clive Bradley, Ólafur Egill Egilsson og Jóhann Ævar Grímsson. Framleiðendur eru Baltasar Kormákur og Magnús Viðar Sigurðsson fyrir hönd RVK Studios.

Í aðalhlutverkum eru Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Bjarne Henriksen.

Tónlist þáttanna semur Golden Globe verðlaunahafinn Jóhann Jóhannsson.

Sjá hér: Ófærð valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto | FRÉTTIR | Kvikmyndamiðstöð Íslands

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR