Hulli sýndur í heild á vef RÚV

 

Önnur syrpa af þáttaröðinni Hulli hefur nú verið gerð opinber í heild á vef RÚV. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk þáttaröð er fáanleg við frumsýningu í heilu lagi.

Á vef RÚV segir um þetta:

RÚV hefur nú tekið upp á þeirri nýbreytni í samráði við framleiðandann RVK Studios að frumsýna það sem eftir er af nýju þáttaröðinni af Hulla í heilu lagi á ruv.is.

Þetta er í fyrsta skiptið sem RÚV opinberar nýtt íslenskt efni með þessum hætti en það er í samræmi við það sem orðið er æ algengara í sjónvarpsheiminum. Á sama stað er einnig hægt að horfa á alla þættina úr fyrri seríunni af Hulla, fyrir þá sem misstu af eða vilja rifja upp.

„Við teljum að með þessu móti séum við að ná ennþá betur til og koma til móts við áhorfendahópana sem Hulli höfðar hvað helst til, það er yngra fólks. Margir hafa vanið sig á að horfa á þáttaraðir með slíkum hætti, að geta horft á hvern þáttinn á fætur öðrum, jafnvel heilu seríurnar í einni beit,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.

Sjá nánar hér: Hulli sýndur í heild á RÚV.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR