HeimBransinnBorgin selur Baltasar aðra skemmu í Gufu­nesi undir kvik­­mynda­­gerð

Borgin selur Baltasar aðra skemmu í Gufu­nesi undir kvik­­mynda­­gerð

-

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Baltasar Kormákur Baltasarsson leikstjóri munu í dag skrifa undir samning um kaup RVK Studios á annarri skemmu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem staðið hefur ónýtt um langt skeið. Kaupverð er 320 milljónir króna.

Fréttablaðið greinir frá:

Fyrri skemmu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi hafði áður verið ráðstafað undir kvikmyndagerð og viðburði, nú síðast undankeppni Eurovision.

Í gögnum borgarinnar um málið segir að núverandi kvikmyndaver þyki henta stærri framleiðslu vel en fyrirsjáanleg þörf sé á minna kvikmyndaveri fyrir minni tökuverkefni og einnig fyrir fleiri en eina samtímatöku. RVK Studios sér slík afnot fyrir sér með kaupunum sem kynnt verða á blaðamannafundi í dag.

Annað félag vildi kaupa skemmuna, kvikmyndafyrirtækið True North, á sama verði. Hugmyndir RVK Studios hlutu hærri einkunn hjá borginni þegar mat var lagt á umsóknirnar tvær.

„Ég hef áður komið í þetta magnaða kvikmyndaver þegar kvikmyndir og Ófærð hafa verið í tökum og með tvöföldun á aðstöðu RVK Studios er draumurinn um alþjóðlega samkeppnishæft kvikmyndaþorp einfaldlega að verða að veruleika. Gufunesið getur þá tekið við enn þá fleiri og stærri verkefnum,“ segir Dagur.

Reykjavík muni halda áfram að blómstra sem borg kvikmyndagerðar og skapandi greina.

„Þetta skapar spennandi störf og tækifæri fyrir gríðarlega marga,“ segir borgarstjórinn um möguleikana sem eru til staðar.

Tölvuteikning sem sýnir kvikmyndaver GN Studios. | Tölvuteikning/Kynningargögn GN Studios ehf.
Svona er stefnt að því að kvikmyndaþorpið líti út að utan. (Mynd: RVK Studios)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR