Bondmyndapennar skrifa Nesbö handrit fyrir Baltasar
Deadline skýrir frá því að handritshöfundar Bond myndanna til margra ára, Neal Purvis og Robert Wade, vinni nú að handriti væntanlegrar skáldsögu norska spennuhöfundarins Jo Nesbö, I Am Victor, fyrir Baltasar Kormák.
Deadline segir verkefnið stutt á veg komið og að Baltasar undirbúi nú hrakningamynd sína Adrift fyrir STX Films. Miðillinn segir ekki ljóst hvort I Am Victor verði næsta verkefni Baltasars og nefnir að hann sé einnig með kvikmyndina Vikingr í undirbúningi.
I Am Victor er spennumynd um sjálfselskan og samviskulausan skilnaðarlögfræðing sem er grunaður um fjölda morða sem hann framdi ekki og tilraunir hans til að sannna sakleysi sitt.
Fredrik Wikström Nicastro (Borg/McEnroe, Snabba Cash þríleikurinn) hefur leitt verkefnið og mun framleiða fyrir SF Studios ásamt með RVK Studios Baltasars.
Sjá nánar hér: Neal Purvis, Robert Wade Adapting I Am Victor For Baltasar Kormakur | Deadline