“Eiðurinn” seld til yfir 50 landa

Baltasar Kormákur sem Finnur í Eiðinum.
Baltasar Kormákur sem Finnur í Eiðinum.

Eiðurinn eftir Baltasar Kormák verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni á morgun laugardag. Myndin mætir miklum áhuga kaupenda og dreifingaraðila en hún hefur þegar selst til yfir 50 landa.

Samkvæmt tilkynningu frá RVK Studios hafa viðbrögð við myndinni farið fram úr björtustu vonum, en aldrei áður hefur mynd eftir Baltsar selst eins vel á erlendum markaðsvæðum.

Meðal þeirra landa sem myndin hefur selst til eru Þýskaland, Bretland, Indland, Spánn, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Sviss, Belgía, Holland, Lúxemburg, Portúgal, Búlgaría, Rúmenía, Tékkland, Pólland, Grikkland, Mið Austurlönd og Suður Ameríka.

XYZ Films sér um sölu á alþjóðavísu.

Samningaviðræður standa yfir um dreifingu í Bandaríkjunum, Kanada og Frakklandi.

Í kjölfar Toronto verður myndin sýnd á San Sebastian á Spáni og síðan á stærstu hátíð í Asíu í Busan S-Kóreu í október.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR