spot_img
HeimFréttir"The Wind Blew On" fær Eurimages verðlaun á Haugasundi

„The Wind Blew On“ fær Eurimages verðlaun á Haugasundi

-

Rammi úr The Wind Blew On eftir Katrínu Ólafsdóttur.
Rammi úr The Wind Blew On eftir Katrínu Ólafsdóttur.

Kvikmyndin The Wind Blew On eftir Katrínu Ólafsdóttur, sem nú er í vinnslu, hlaut Eurimages Lab Project verðlaunin sem veitt voru á kvikmyndahátíðinni á Haugasundi á dögunum.

Verðlaunin voru veitt því verki í vinnslu sem þótti gefa helstu fyrirheitin um spennandi og frumlega nálgu. Þau nema 50 þúsund evrum, eða um 6,5 milljónum króna.

Screen greinir frá því að mynd Hlyns Pálmasonar, Vetrarbræður, sem nú er í eftirvinnslu hafi einnig verið meðal þeirra verkefna sem mikill áhugi var fyrir.

Sjá nánar hér: Haugesund: ‘The Wind Blew On’ wins Eurimages prize | News | Screen

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR