„Fúsi“ selst víða um heim

Ilmur Kristjánsdóttir og Gunnar Jónsson í Fúsa eftir Dag Kára.
Ilmur Kristjánsdóttir og Gunnar Jónsson í Fúsa eftir Dag Kára.

Fúsi Dags Kára eða Virgin Mountain eins og hún kallast á ensku, verður sýnd í kvikmyndahúsum víða um heim.

Franska sölufyrirtækið BAC Films sér um að selja myndina erlendis og hefur þegar lokað samningum við dreifingarfyrirtæki í Þýskalandi, Frakklandi, Noregi, Póllandi, Ungverjalandi, löndum fyrrum Júgóslavíu, Belgíu, Hollandi og Luxemburg, auk Kólumbíu og Brasilíu.  Þá hefur myndin einnig verið seld til Danmerkur, en Dagur er búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann stýrir leikstjóradeild danska kvikmyndaskólans.

Þá hefur myndin mikið verið bókuð á kvikmyndahátíðir víða um heim eftir að hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR