Fé­lag Balt­as­ars Korm­áks greidd­i yfir hundr­að millj­ón­ir í arð

Sögn, fyrirtæki í eigu Baltasars Kormáks Baltasarssonar kvikmyndagerðarmanns, hagnaðist um 163 milljónir króna árið 2020, samanborið við 37 milljóna hagnað árið áður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Þar segir:

Fyrirtækið greiddi 105 milljónir króna í arð árið 2020 og 75 milljónir króna árið 2019, samkvæmt ársreikningi.

Eigið fé Sagnar var 752 milljónir króna við lok árs 2020 og eiginfjárhlutfallið var 84 prósent. Sjóður og bankainnstæður námu 241 milljón króna samanborið við 57 milljónir ári áður.

Tekjur Sagnar jukust verulega á milli ára. Þær námu 30 milljónum árið 2019 en voru 283 milljónir í fyrra.

Á meðal eigna Sagnar er 100 prósenta hlutur í framleiðslufyrirtækinu RVK Studios sem framleiðir meðal annars þáttaröðina Ófærð.

Baltasar Kormákur hefur meðal annars leikstýrt Hollywood-­mynd­unum 2 Guns með Denzel Washington og Mark Wahlberg og Contraband sem hinn síðarnefndi lék líka í.

Á næsta ári á að frumsýna kvikmyndina Beast í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem skartar Idris Elba í aðalhlutverki.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR