HeimEfnisorðSögn

Sögn

Fé­lag Balt­as­ars Korm­áks greidd­i yfir hundr­að millj­ón­ir í arð

Sögn, fyrirtæki í eigu Baltasars Kormáks Baltasarssonar kvikmyndagerðarmanns, hagnaðist um 163 milljónir króna árið 2020, samanborið við 37 milljóna hagnað árið áður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

„Ófærð“ fær 75 milljónir frá Creative Europe

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð fékk 75 milljónir króna frá Creative Europe, kvikmynda- og sjónvarpsáætlun ESB, sem á dögunum úthlutaði alls um 700 milljónum króna. Annað íslenskt verkefni, heimildamyndin Garn í stjórn Unu Lorenzen fékk sjö milljónir króna og því rann alls 12% úthlutunarinnar til íslenskra verkefna. Svo hátt hlutfall hefur aldrei áður farið til neins aðildarlands í einni úthlutun.

„Fúsi“ selst vel í Berlín, frumsýning á Íslandi 20. mars

Alþjóðleg sala á kvikmynd Dags Kára, Fúsi, sem frumsýnd var á yfirstandandi Berlínarhátíð, gengur vel. Franska sölufyrirtækið Bac Films hefur nú selt myndina til Imovision (Brasilíu), September Films (Benelux), Babilla Cine (Kólumbíu) og Europafilm (Noregi). Fyrir kvikmyndahátíðina í Berlín var hún einnig seld til Alamode (Þýskaland og Austurríki) og MCF Megacom (fyrrum Júgóslavía).
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR