„Fúsi“ frumsýnd 27. mars, stiklan er hér

Ilmur Kristjánsdóttir og Gunnar Jónsson í Fúsa eftir Dag Kára.
Ilmur Kristjánsdóttir og Gunnar Jónsson í Fúsa eftir Dag Kára.

Fúsi eftir Dag Kára verður frumsýnd í Háskólabíói og Smárabíói þann 27. mars. Stikla myndarinnar hefur nú verið opinberuð.

Myndin segir frá samnefndum manni sem er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og lítið sem kemur á óvart. Hann minnir á unga sem hefur komið sér þægilega fyrir í hreiðrinu og hefur enn ekki haft kjark til að hefja sig til flugs. Þegar ung stúlka og kona á hans reki koma óvænt inn í líf hans, fer allt úr skorðum og hann þarf að takast á við ýmislegt í fyrsta sinn.

Dagur Kári leikstýrir og skrifar handritið að Fúsa, sem er framleidd af þeim Baltasar Kormáki og Agnesi Johansen fyrir Sögn.

Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR