Evrópska kvikmyndaakademían hefur tilkynnt um vinningshafa Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í átta flokkum. Þar unnu Peter Hjorth og Fredrik Nord til verðlauna fyrir tæknibrellur í kvikmyndinni Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson.
Dýrið er einnig tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í flokki European Discovery 2021 – Prix FIPRESCI, en verðlaunin eru veitt árlega til leikstjóra með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd.
Verðlaunaafhending Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna mun fara fram í Berlín þann 11. desember næstkomandi þar sem vinningshafar eru heiðraðir.