Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er meðal þeirra 15 alþjóðlegu kvikmynda sem finna má á stuttlista Óskarsverðlaunaakademíunnar í flokknum Alþjóðleg kvikmynd ársins.
Peter Bradshaw gagnrýnandi The Guardian hefur birt uppgjör sitt yfir bestu myndir ársins. Bradshaw velur Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson eina af bestu myndum eftir nýliða sem komu út á árinu.
Aðsókn á Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson eykst milli vikna og má telja líklegt að velgengni myndarinnar í Bandaríkjunum hafi þar áhrif á. Wolka eftir Árna Ólaf Ásgeirsson opnar í 5. sæti aðsóknarlistans.
Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson heldur sínu striki vestanhafs og er nú í 9. sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi með yfir 2 milljónir dollara í tekjur.
"Heilt yfir er Dýrið skemmtilegur darraðardans og tekst að búa til söguheim þar sem hinu fáránlega er blandað við þjóðsagnaminni og bíóhefð, og útkoman er í senn spennandi og fyndin", segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðinu.