spot_img

DÝRIÐ á stuttlista til Óskarsverðlauna

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er meðal þeirra 15 alþjóðlegu kvikmynda sem finna má á stuttlista Óskarsverðlaunaakademíunnar í flokknum Alþjóðleg kvikmynd ársins.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem íslenska kvikmynd í fullri lengd er að finna á stuttlista Bandarísku kvikmyndaakademíunnar, en þá var Djúpið eftir Baltasar Kormák á stuttlistanum.

Þá er kvikmyndin The Suicide Squad meðal þeirra 10 mynda sem eru stuttlistaðar fyrir förðun og hár, en Heba Þórisdóttir hafði yfirumsjón með förðun í þeirri mynd.

Valdimar skrifaði handritið að Dýrinu í samvinnu við Sjón. Framleiðendur eru Hrönn Kristinsdóttur og Sara Nassim fyrir Go to Sheep, í samvinnu við sænska og pólska framleiðendur.

Með helstu hlutverk fara Noomi Rapace, Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Eli Arenson og Agnieszka Glińska sér um klippingu myndarinnar. Þórarinn Guðnason samdi tónlist og hljóðhönnun er í höndum Ingvars Lundberg og Björns Viktorssonar.

Stuttlistinn verður saxaður niður í fimm myndir og þær tilnefningar tilkynntar þann 8. febrúar næstkomandi.

Variety skýrir frá og birtir stuttlistann:

International Feature

  • “Great Freedom” (Austria) – dir. Sebastian Meise
  • “Playground” (Belgium) – dir. Laura Wandel
  • “Lunana: A Yak in the Classroom” (Bhutan) – dir. Pawo Choyning Dorji
  • “Flee” (Denmark) – dir. Jonas Poher Rasmussen
  • “Compartment No. 6” (Finland) – dir. Juho Kuosmanen
  • “I’m Your Man” (Germany) – dir. Maria Schrader
  • “Lamb” (Iceland) – dir. Valdimar Jóhannsson
  • “A Hero” (Iran) – dir. Asghar Farhadi
  • “The Hand of God” (Italy) – dir. Paolo Sorrentino
  • “Drive My Car” (Japan) – dir. Ryusuke Hamaguchi
  • “Hive” (Kosovo) – dir. Blerta Basholli
  • “Prayers for the Stolen” (Mexico) – dir. Tatiana Huezo
  • “The Worst Person in the World” (Norway) – dir. Joachim Trier
  • “Plaza Catedral” (Panama) – dir. Abner Benaim
  • “The Good Boss” (Spain) – dir. Fernando León de Aranoa
HEIMILDVariety
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR