[Stikla] THE NORTHMAN, væntanleg í apríl 2022

Stikla víkingamyndarinnar The Northman er komin út. Myndin er byggð á handriti Sjón og Robert Eggers, sem einnig leikstýrir.

The Northman gerist á Íslandi nokkru eftir landnám, við upphaf tíundu aldar. Höfðingjasonurinn Amleth leitar hefnda eftir vígið á föður sínum sem hann varð vitni að sem ungur drengur.

Margir heimskunnir leikarar fara með helstu hlutverk, þar á meðal Alexander Skarsgård sem leikur Amleth, Nicole Kidman, Claes Bang, Anya Taylor-Joy, Ethan Hawke, og Willem Dafoe. Björk, Ingvar E. Sigurðsson og Hafþór Júlíus Björnsson koma einnig fram í myndinni.

Tökur fóru að mestu fram á Írlandi (!), en hluti myndarinnar var tekin upp hér á landi. Svo skemmtilega vill til að Ísland hefur verið notað sem staðgengill Írlands í Hrafninn flýgur (1984) sem einnig fjallaði um ungan mann sem fer til Íslands til að hefna vígs foreldra sinna.

The Northman verður frumsýnd 22. apríl næstkomandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR