Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.
Rætt var við Sjón í Lestinni á Rás 1 um samstarf hans og leikstjórans Robert Eggers, sem nú filmar víkingamyndina The Northman á Írlandi eftir handriti Sjón.
Sjón og bandaríski leikstjórinnn Robert Eggers (The Witch, The Lighthouse) skrifa saman handrit að víkingamyndinni The Northman. Sænski leikarinn Alexander Skarsgard er sagður eiga hugmyndina og mun fara með aðalhlutverk.