Sjón og Robert Eggers vinna saman að víkingamynd, Alexander Skarsgard og Nicole Kidman í helstu hlutverkum

Sjón og bandaríski leikstjórinnn Robert Eggers (The Witch, The Lighthouse) skrifa saman handrit að víkingamyndinni The Northman. Sænski leikarinn Alexander Skarsgard er sagður eiga hugmyndina og mun fara með aðalhlutverk.

Þetta kemur fram í Hollywood Reporter.

Þar er söguþræðinum lýst í grófum dráttum og myndin sögð eiga að gerast á Íslandi við upphaf 10. aldar og snúast um norrænan höfðingjason sem leitar hefnda eftir víg föður síns.

Ekki er laust við að þetta minni pínulítið á Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson.

Þá er Nicole Kidman orðuð við hlutverk móður höfðingjasonarins.

Sjá nánar hér: Robert Eggers, Alexander Skarsgard Team for Viking Saga ‘The Northman’ | Hollywood Reporter

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR