Heim Viðtöl Silja Hauksdóttir: Hef ofurkraft sem kona

Silja Hauksdóttir: Hef ofurkraft sem kona

-

Donna Cruz og Katla Mar­grét Þor­geirs­dótt­ir fara með aðal­hlut­verk­in í mynd­inni Agnes Joy. Hér eru þær á kvik­mynda­hátíð í Suður-Kór­eu ásamt Silju Hauks­dótt­ur. (Ljós­mynd/​Gagga Jóns­dótt­ir)

Silja Hauksdóttir ræðir við Morgunblaðið um Agnes Joy og annað tilheyrandi.

Úr viðtalinu:

Hvað heill­ar þig við leik­list og kvik­myndal­ist?

„Í grunn­inn það að segja sög­ur með öðru fólki. Og leita að kjarna sög­unn­ar í sam­starfi og í spegl­un. Það er það skemmti­leg­asta við þetta,“ seg­ir Silja og seg­ist hún mest hafa unnið í sjón­varps- og kvik­mynda­geir­an­um en hún hef­ur m.a. leik­stýrt gam­anþátt­um á borð við Ástríði, Stelp­un­um svo og ára­móta­s­kaup­um.

„Mér finnst ekki erfitt að skrifa með öðrum en það skipt­ir máli að fólk sé með sömu áhersl­ur, vilji segja sömu sög­una í grunn­inn. Því minna sem við erum hrædd við að vera ósam­mála því auðveld­ara verður það. Þegar fólk velst sam­an sem get­ur skipst á skoðunum án þess að egóið sé að þvæl­ast fyr­ir og það er með sömu hags­muni að leiðarljósi skipt­ir ekki máli þótt það séu ein­hver smá ágrein­ings­mál. Það bless­ast alltaf.“

Vant­ar sög­ur um kon­ur
Silja hef­ur unnið mikið með kon­um, skrifað hand­rit með kon­um og gert kvik­mynd­ir og þætti um kon­ur, eins og Ástríði, Stelp­urn­ar, Dís og nú Agnesi Joy. Spurð um ástæðuna fyr­ir þess­um kven­læga vinkli hugs­ar Silja sig vand­lega um áður en hún svar­ar.

„Það er al­veg klárt að mér finnst þess­ar sög­ur vanta. Svo eru í kring­um mig kon­ur og vin­kon­ur sem eru að gera áþekka hluti og ég og við velj­umst sam­an til að vinna að verk­efn­um. Ég er samt ekki búin að leggja þær skyld­ur á mig að ég megi bara segja kvenna­sög­ur. En mig lang­ar að gera það en mun al­veg taka mér leyfi til að gera sög­ur með körl­um ef ég vil. Eins og staðan er núna finnst mér mik­il þörf á kvenna­sög­um. Þegar ég sé ís­lensk­ar mynd­ir sem hverf­ast um kvenkarakt­era, eins og við höf­um séð svo­lítið upp á síðkastið, þá hríslast um mig góð til­finn­ing og ég átta mig á hvað ég þarf svona sög­ur sjálf sem áhorf­andi. Þegar sög­ur með kon­um í for­grunni hætta að vera skil­greind­ar sem „kvenna­sög­ur“, eins og það sé sér­stök hilla á vídéó­leig­unni eins og kara­temynd­ir, dans­mynd­ir eða geimmynd­ir, þá mun ég gleðjast.“

Finnst þér kven­leik­stjór­ar nálg­ast kvik­mynda­miðil­inn á ann­an hátt en karl­ar?

„Ég veit það ekki. Yf­ir­borðskennda svarið væri senni­lega að svara bara ját­andi. En mér finnst pínu gam­an að skilja það eft­ir opið og vita það ekki. Kannski finna ein­hverj­ir mun sem hafa prófað að vinna með bæði kven- og karl­kyns leik­stjór­um. Ef Silja væri karl­maður og væri að gera kvik­mynd­ir þá myndi hann senni­lega gera öðru­vísi mynd­ir en ég geri. En ég er far­in að líta á þetta sem „superpower“, að hafa það sem við köll­um kven­lega eig­in­leika sem listamaður. Það er eitt­hvað mjög dýr­mætt sem kven­kynslistamaður hef­ur því henn­ar reynslu­heim­ur er sann­ar­lega ann­ar held­ur en hjá karl­kyns koll­ega, og ég lít á það sem gjöf,“ seg­ir Silja.

Miðaldra kona á kross­göt­um
„Agnes Joy er ná­kvæm­lega eins og hún þurfti að vera. Þetta æv­in­týri byrjaði allt við eld­hús­borð þar sem við Gagga (Jóns­dótt­ir), sem er ein af hand­rits­höf­und­um, sát­um og skoðuðum hug­mynd frá Mika­el Torfa­syni,“ seg­ir hún en þess má geta að þriðji hand­rits­höf­und­ur er Jó­hanna Friðrika Sæ­munds­dótt­ir.

„Okk­ur fannst svo áhuga­vert að hugsa: hvar er fimm­tug kona í dag? Hvernig áskor­un­um stend­ur hún frammi fyr­ir í frek­ar karllæg­um heimi með kven­leg­ar skyld­ur og flókna ábyrgð? Okk­ur fannst henn­ar hvers­dags­drama hljóta að vera eitt­hvað djúsí og við skoðuðum það nán­ar. Og sú varð raun­in.“

Af hverju finnst þér þetta spenn­andi ævi­skeið hjá konu?

„Ég veit það ekki. Hún er á kross­göt­um. Hún er mjög ís­lensk kona með marg­ar skyld­ur. Ekki bara í vinn­unni held­ur líka í einka­líf­inu. Mamma henn­ar er öldruð og Rann­veig ber þá ábyrgð ein og dótt­ir­in er að þrosk­ast og henni finnst það flókið og á erfitt með að finna hvar og hvernig hún á að sleppa tök­un­um á upp­eld­inu og leyfa dótt­ur sinni að reyna sig. Hún er líka sjálf að eld­ast og finnst það flókið og vill ekki gang­ast við því. Þannig að það er allt um það bil að fara að breyt­ast og það er spenn­andi að skoða hvernig hún tekst á við það,“ seg­ir hún og seg­ir Rann­veigu al­veg geta verið þessa dæmi­gerðu ís­lensku miðaldra konu.

Lang­ar biðraðir fyr­ir sjálfu
Asíu­bú­ar fengu að berja mynd­ina aug­um á und­an Íslend­ing­um en hún var heims­frum­sýnd á kvik­mynda­hátíð í Bus­an í Suður-Kór­eu fyr­ir skemmstu.

„Þetta er stærsta kvik­mynda­hátíðin í Asíu og það var magnað að sýna hana í fyrsta sinn með áhorf­end­um svona rosa­lega langt í burtu frá heim­ili sínu. Ég var með mikla innri vænt­inga­stjórn­un þegar ég gekk inn í sal­inn en það var magnað að finna að þau tengdu,“ seg­ir hún því hún hafi gert mynd­ina með ís­lenska áhorf­end­ur í huga.

„Henni var mjög vel tekið og mér leið eins og áhorf­end­ur hefðu í al­vöru náð henni. Það voru umræður á eft­ir og við hitt­um heilmarg­ar mægður sem komu sam­an að heilsa upp á okk­ur. Svo voru þarna líka miðaldra kór­esk­ir menn sem sögðu mynd­ina hafa hreyft við sér, og mér þótti vænt um það.“

Silja seg­ir fólk hafa staðið í röðum til þess að fá eig­in­hand­arárit­an­ir, sér­stak­lega frá Donnu og Kötlu.

„Svo voru tekn­ar svona átta hundruð „selfies“. Mjög sætt.“

Þú ert að vinna mikið með sam­skipti í lífi venju­legra Íslend­inga. Er nóg­ur efniviður þar?

„Jáhá. Það kveik­ir mikið í mér. Ég tengi sterkt við það sjálf og svo hef ég svo mik­inn áhuga á breysk­leik­um okk­ar og brest­um. Og þeir skína mikið í gegn í samstuði við okk­ar nán­ustu. En brest­irn­ir og breysk­leik­arn­ir eru auðvitað erfiðast­ir í manni sjálf­um og gam­an að skoða hvernig eða hvort maður tekst á við þá. Það er ei­lífðar­verk­efni og því mik­ill og spenn­andi efniviður sem snert­ir okk­ur flest.“

Sjá nánar hér: Hef ofurkraft sem kona

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.