Jóladagatal RÚV, RANDALÍN OG MUNDI, hefst 1. desember

Ný íslensk leikin þáttaröð, Randalín og Mundi: Dagar í desember, hefur göngu sína 1. desember á RÚV. Þættirnir verða á dagskrá daglega til og með 24. desember, enda svokallað jóladagatal. Hver þáttur er um 12 mínútur.

15 ár eru síðan RÚV sýndi síðast þætti af þessu tagi.

Silja Hauksdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir leikstýra þáttaröðinni, sem byggð er byggð vinsælum barnabókum eftir Þórdísi Gísladóttur um Randalínu og Munda.

Vinirnir Randalín og Mundi lenda í miklum ævintýrum í jólamánuðinum, gera góðverk og óvart skemmdarverk. Þau leysa ráðgátu um grunsamlegan nágranna og hjálpa hælisleitendum á flótta, leita aðstoðar spákonu sem á kristalskúlu, fást við nágranna sem á snák og eltast við jólasvein sem dúkkar upp á ólíklegustu stöðum.

Meðal leikenda eru Kría Burgess, Gunnar Erik Snorrason, Birta Hall, Ægir Chang Hlésson, Hilmir Snær Guðnason, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirssdóttir, Jörundur Ragnarsson og Harpa Arnardóttir.

HEIMILDruv.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR