Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson eru meðal þeirra mörgu væntanlegu mynda sem Screen telur að vekja muni áhuga kvikmyndahátíða á árinu.
Kvikmyndamarkaðurinn í Cannes stendur nú yfir á netinu. Variety skýrir frá því að vel gangi að selja kvikmyndina Dýrið eftir Valdimar Jóhannesson. Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með aðalhlutverkin, en myndin verður frumsýnd 2021.
Dýrið (Lamb) í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hlaut á dögunum 52 milljóna króna (€380,000) styrk frá Eurimages. Verkefnið er samframleiðsla með Svíum og Pólverjum. Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim eru aðalframleiðendur.
Sænska leikkonan Noomi Rapace (Menn sem hata konur) leikur annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Dýrið sem tekin verður upp hérlendis í sumar og sýnd á næsta ári.
Fantasían Dýrið íleikstjórn Valdimars Jóhannssonar og vísindaskáldskapurinn Vetrarbraut í leikstjórn Þóru Hilmarsdóttur hafa hlotið Nordic Genre Boost þróunarstyrki frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum upp á tæplega 2,7 milljónir íslenskra króna hvor.