spot_img
HeimFréttir"Dýrið" fær 52 milljóna króna styrk frá Eurimages

„Dýrið“ fær 52 milljóna króna styrk frá Eurimages

-

Dýrið (Lamb) í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hlaut á dögunum 52 milljóna króna (€380,000) styrk frá Eurimages. Verkefnið er samframleiðsla með Svíum og Pólverjum. Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim eru aðalframleiðendur.

Dýrið fjallar um Maríu og Ingvar sem búa á afskekktum sveitabæ. Þegar lítil og óvenjuleg vera kemur inn í líf þeirra verður breyting á högum þeirra sem færir þeim mikla hamingju um stund. Hamingju sem síðar verður að harmleik.

Sjón skrifar handrit myndarinnar ásamt Valdimar. Fyrir skemmstu var tilkynnt um að Noomi Rapace myndi fara með annað aðalhlutverkið, en áætlað er að tökur hefjist í maí.

Sjá nánar hér: Eurimages supports 18 co-productions – Cineuropa

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR