spot_img

Heimildamyndin JÖRÐIN UNDIR FÓTUM OKKAR fær styrk frá Eurimages

Heimildamyndin Jörðin undir fótum okkar, í leikstjórn Yrsu Rocu Fannberg, er á meðal kvikmyndaverkefna sem hljóta styrk í þriðju úthlutun Eurimages á árinu. Veitt er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári til samframleiðsluverkefna.

Í myndinni eru hversdagslegir atburðir, gleðilegir og sorglegir, fangaðir á filmu á meðan lífið heldur áfram í allri sinni fegurð hjá heimilisfólki á hjúkrunarheimilinu Grund.

Myndin hlýtur styrk upp á 48 000 evrur, eða um 7,2 milljónir króna. Alls eru 29 verkefni í fullri lengd styrkt að þessu sinni, þar af 7 heimildamyndir og 3 teiknimyndir. Heildarúthlutun nemur 8.130.000 evrum.

Í fréttatilkynningu Eurimages segir að af þessum 29 samframleiðsluverkefnum er 14 leikstýrt af konum, eða um 46.9% af heildarúthlutun.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR