spot_img
HeimSjónarhornSvipmyndÖgn um Valdimar Jóhannsson leikstjóra DÝRSINS

Ögn um Valdimar Jóhannsson leikstjóra DÝRSINS

-

Kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, Dýrið, hefur verið valin til þátttöku á Cannes hátíðinni í ár. Þetta er fyrsta bíómynd Valdimars sem hefur starfað í íslenskum kvikmyndaiðnaði í um 20 ár.

Valdimar hefur gert 2 stuttmyndir, Dögun (2012) og Harmsögu (2008). Sú síðarnefnda var tilnefnd til Edduverðlauna sem stuttmynd ársins og tók þátt í fjölmörgum kvikmyndahátíðum.

Hann nam við Kvikmyndaskóla Íslands og fór síðar til Sarajevo í Bosníu þar sem hinn víðkunni ungverski leikstjóri, Béla Tarr, rak kvikmyndaskólann Film Factory við Sarajevo School of Science and Technology 2012-2016. Tarr er einn meðframleiðenda Dýrsins.

Valdimar hefur að öðru leyti starfað sem ljósamaður og gripill – og stöku sinnum tökumaður ásamt öðrum – í mörgum bíómyndum, heimildamyndum, sjónvarpsverkum og stuttmyndum.

Valdimar er í sambúð með Hrönn Kristinsdóttur, en hún er aðalframleiðandi Dýrsins ásamt dóttur sinni Söru Nassim.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR