Ögn um Valdimar Jóhannsson leikstjóra DÝRSINS

Kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, Dýrið, hefur verið valin til þátttöku á Cannes hátíðinni í ár. Þetta er fyrsta bíómynd Valdimars sem hefur starfað í íslenskum kvikmyndaiðnaði í um 20 ár.

Valdimar hefur gert 2 stuttmyndir, Dögun (2012) og Harmsögu (2008). Sú síðarnefnda var tilnefnd til Edduverðlauna sem stuttmynd ársins og tók þátt í fjölmörgum kvikmyndahátíðum.

Hann nam við Kvikmyndaskóla Íslands og fór síðar til Sarajevo í Bosníu þar sem hinn víðkunni ungverski leikstjóri, Béla Tarr, rak kvikmyndaskólann Film Factory við Sarajevo School of Science and Technology 2012-2016. Tarr er einn meðframleiðenda Dýrsins.

Valdimar hefur að öðru leyti starfað sem ljósamaður og gripill – og stöku sinnum tökumaður ásamt öðrum – í mörgum bíómyndum, heimildamyndum, sjónvarpsverkum og stuttmyndum.

Valdimar er í sambúð með Hrönn Kristinsdóttur, en hún er aðalframleiðandi Dýrsins ásamt dóttur sinni Söru Nassim.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR