DÝRIÐ á topplista í Bandaríkjunum með yfir milljón dollara tekjur frumsýningarhelgina

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson tók inn rúmlega eina milljón dollara í tekjur í Bandaríkjunum núna um frumsýningarhelgina og er í sjöunda sæti aðsóknarlistans. Myndin var frumsýnd á 583 tjöldum víðsvegar um Bandaríkin á föstudag.

Myndin er í sjöunda sæti aðsóknarlistans, líkt og sjá má hér. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er á topp tíu listanum í Bandaríkjunum. Tölur eru enn áætlaðar en ólíklegt að þær breytist að ráði.

Að auki eru miðasölutekjur strax orðnar margfalt hærri en á nokkurri íslenskri kvikmynd sem hliotið hefur dreifingu í Bandaríkjunum. Þar þarf að hafa í huga að engin íslensk mynd hefur áður hlotið svo víðtæka dreifingu þar í landi og munar þar miklu.

Miðað við þessar tekjur má gróflega áætla að þær samsvari í kringum hundrað þúsund gestum, sé miðað við meðaltal miðaverðs í bandarískum kvikmyndahúsum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR