spot_img

DÝRIÐ hlaut frumleikaverðlaun í Cannes

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hreppti í kvöld „Prize of Originality“ verðlaunin í flokknum Un Certain Regard sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

RÚV greinir frá:

Dularfullt afkvæmi í afskekktum dal
Dýrið var heimsfrumsýnd á hátíðinni í Cannes og segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi.

Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni, sem tekin var upp í Hörgársveit, og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón.

Fyrsta hlutverk Rapace á íslensku
Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Hilmir Snær Guðnason fer með hlutverk bónda hennar.

Dýrið verður frumsýnd í september hér á landi.

HEIMILDruv.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR