HeimEfnisorðCannes 2021

Cannes 2021

Variety um DÝRIÐ: Þjóðsöguleg sveitasælu-hrollvekja

Að splæsa myrkum kjarna þjóðsögulegs hrolls saman við dúnmjúka íslenska sveitalífs sambandssögu hefur óvænt en frjó og kómísk áhrif," segir Jessica Kiang meðal annars í Variety um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson.

Hollywood Reporter um DÝRIÐ: Sláandi sterk frumraun

David Rooney skrifar umsögn um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson í The Hollywood Reporter og kallar hana meðal annars sláandi sterka frumraun sem muni koma leikstjóranum á kortið.

[Stikla] Brasilísk-íslenska stuttmyndin ÁGÚSTHIMINN fær sérstaka viðurkenningu dómnefndar á Cannes

Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (Céu de Agosto) hlaut í gærkvöldi sérstaka viðurkenningu dómnefndar á Cannes hátíðinni. Myndin var meðal 10 stuttmynda sem tóku þátt í aðalkeppni hátíðarinnar.

DÝRIÐ hlaut frumleikaverðlaun í Cannes

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hreppti í kvöld „Prize of Originality“ verðlaunin í flokknum Un Certain Regard sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Screen um DÝRIÐ: Noomi Rapace aldrei verið betri

"Sterk íslensk frumraun sem vegur salt milli dulrænnar spennumyndar og absúrdkómedíu," segir Wendy Ide hjá Screen meðal annars í umsögn sinni frá Cannes hátíðinni um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson.

IndieWire um DÝRIÐ: Hver fjárinn er þetta eiginlega?

Eric Kohn hjá IndieWire birtir fyrstu umsögn um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson sem frumsýnd var á Cannes hátíðinni í dag. Hann kallar hana meðal annars "algerlega sturlaða" ("batshit crazy") en í jákvæðum anda og gefur B í einkunn.

DÝRIÐ seld víða

Sala gengur vel á Dýrinu eftir Valdimar Jóhannsson á markaði Cannes hátíðarinnar. New Europe Film Sales selur verkið á alþjóðavísu. Myndin verður frumsýnd 13. júlí.

[Stikla] Útskriftarmynd Óskars Kristins Vignissonar, FRIE MÆND, valin á Cannes Cinéfondation

Útskriftarmynd Óskars Kristins Vignissonar frá Danska kvikmyndaskólanum, Frie mænd (Frjálsir menn), hefur verið valin til þátttöku í Cinéfondation flokkinn á Cannes hátíðinni sem fram fer í júlí.

DÝRIÐ valin í Un Certain Regard á Cannes hátíðinni

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er meðal þeirra kvikmynda sem keppa í flokknum Un Certain Regard á Cannes hátíðinni sem nú fer fram í júlí. Fyrir sex árum hlaut Hrútar eftir Grím Hákonarson aðalverðlaunin í þeim flokki.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR