Heim Fréttir DÝRIÐ selst vel í Cannes

DÝRIÐ selst vel í Cannes

-

Noomi Rapace í Dýrinu.

Kvikmyndamarkaðurinn í Cannes stendur nú yfir á netinu. Variety skýrir frá því að vel gangi að selja kvikmyndina Dýrið eftir Valdimar Jóhannesson. Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með aðalhlutverkin, en myndin verður frumsýnd 2021.

New Europe Film Sales fer með sölu á alheimsvísu og hefur gengið frá samningum um dreifingu myndarinnar í Frakklandi, Niðurlöndum, Ungverjalandi, Tékklandi, Austurríki, Danmörku, Sviss, Slóvakíu, fyrrum löndum Júgoslavíu, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Dýrið, sem kallast Lamb alþjóðlega, segir af Maríu og Ingvari sem búa á afskekktum sveitabæ. Þegar lítil og óvenjuleg vera kemur inn í líf þeirra verður breyting á högum þeirra sem færir þeim mikla hamningju um stund. Hamingju sem síðar verður að harmleik.

Valdimar skrifaði handritið í samvinnu við Sjón.

Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim framleiða fyrir Go to Sheep, en meðframleiðendur koma frá Svíþjóð og Póllandi.

Sjá nánar hér: Noomi Rapace Supernatural Drama ‘Lamb’ Sells Across Europe (EXCLUSIVE)

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.