Eftir sautjándu sýningarhelgi (þar af ellefu helgar í sýningum) er Síðasta veiðiferðin nú í öðru sæti aðsóknarlistans, eftir að hafa verið efst frá frumsýningu í mars. Mentor eftir Sigurð Anton Friðþjófsson er í 9. sæti eftir frumsýningarhelgina.
1,367 sáu myndina í vikunni miðað við 1,516 gesti vikuna áður. Nemur heildarfjöldi gesta nú 27,127 manns.
ATH: Kvikmyndahúsin lokuðu þann 24. mars vegna kórónaveirufaraldursins og opnuðu aftur 4. maí.
Aðsókn á íslenskar myndir 22.-28. júní 2020
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | ALLS (SÍÐAST) |
---|---|---|---|
17 | Síðasta veiðiferðin | 1,367 | 27,127 (25,760) |
Ný | Mentor | 332 (með forsýningum) | - |