Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.
Um leið og Klapptré óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á árinu skal bent á að þrjár íslenskar kvikmyndir eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna yfir jólin.
Markelsbræður, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson, hafa skrifað undir samning við rúmenska framleiðslufyrirtækið Midnight Sun Film um endurgerð kvikmyndar þeirra, Síðasta veiðiferðin. Fyrirhugað er að tökur í Rúmeníu hefjist síðla árs.
Pólska sölufyrirtækið Media Move hefur tryggt sér heimssölurétt á Síðustu veiðiferðinni eftir Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson. Þetta var tilkynnt á hátíðinni í Haugasundi í dag, en myndin er sýnd þar í Nordic Focus flokknum. Nordic Film and TV News greinir frá.
Amma Hófí er í áfram fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir fjórðu sýningarhelgi með vel yfir sextán þúsund gesti. Síðasta veiðiferðin er í fimmta sæti og er að detta í 33 þúsund gesti. Reikna má með því að síðar í mánuðinum hafi fleiri séð þessar tvær myndir samanlagt en nam allri aðsókn á íslenskar bíómyndir í fyrra.
Amma Hófí er í áfram fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi með hátt í fjórtán þúsund gesti. Síðasta veiðiferðin er áfram í fjórða sæti með hátt í 32 þúsund gesti.
Amma Hófí eftir Gunnar Björn Guðmundsson er í áfram fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi með rúmlega tíu þúsund gesti. Síðasta veiðiferðin er í fjórða sæti og er komin yfir þrjátíu þúsund gesta markið.
Amma Hófi eftir Gunnar Björn Guðmundsson er í fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Síðasta veiðiferðin er í þriðja sæti, en Mentor í því átjánda.
Eftir sautjándu sýningarhelgi (þar af ellefu helgar í sýningum) er Síðasta veiðiferðin nú í öðru sæti aðsóknarlistans, eftir að hafa verið efst frá frumsýningu í mars. Mentor eftir Sigurð Anton Friðþjófsson er í 9. sæti eftir frumsýningarhelgina.
Nordic Film and TV News ræðir við Markelsbræður um velgengni Síðustu veiðiferðarinnar, en myndin er nú kynnt á markaðinum í Cannes sem fram fer á netinu og tekur þátt í Kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í ágúst.
Eftir sextándu sýningarhelgi (þar af tíu helgar í sýningum) er Síðasta veiðiferðin enn á toppi aðsóknarlistans þar sem hún hefur verið frá frumsýningu í byrjun mars. Aðsókn nálgast 26 þúsund gesti.