spot_img

SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN endurgerð í Rúmeníu

Jóhann Sigurðarson og Hilmir Snær Guðnason í Síðustu veiðiferðinni.

Markelsbræður, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson, hafa skrifað undir samning við rúmenska framleiðslufyrirtækið Midnight Sun Film um endurgerð kvikmyndar þeirra, Síðasta veiðiferðin. Fyrirhugað er að tökur í Rúmeníu hefjist síðla árs.

Samkvæmt heimildum Klapptrés hefur þetta verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Pétur Sigurðsson framleiðandi rekur Midnight Sun Film í Rúmeníu ásamt þarlendum aðilum. Ingvar Þórðarson framleiðandi hafði milligöngu um gerð samningsins.

Leikstjóri verður Valeriu Andriuta, en hann er kunnur leikari í Rúmeníu, lék meðal annars í hinum margverðlaunuðu kvikmyndum Beoynd the Hills og Graduation eftir Cristian Mungiu.

Reyndir rúmenskir leikarar Serban Pavlu, Adrian Titieni og Adrian Paduraru hafa verið ráðnir í hlutverk.

Viðræður standa einnig yfir við framleiðendur frá nokkrum öðrum löndum sem sýnt hafa áhuga á að endurgera myndina.

Síðasta veiðiferðin er langvinsælasta mynd ársins hingað til, með yfir 35 þúsund gesti. Önnur mynd sem Markelsbræður framleiddu, Amma Hófi, kemur þar á eftir með um 22 þúsund gesti.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR