Heim Aðsóknartölur Aðsókn | AMMA HÓFÍ opnar í fyrsta sæti

Aðsókn | AMMA HÓFÍ opnar í fyrsta sæti

-

Amma Hófi eftir Gunnar Björn Guðmundsson er í fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Síðasta veiðiferðin er í þriðja sæti, en Mentor í því átjánda.

2,994 sáu Ömmu Hófí um frumsýningarhelgina, en alls 3,726 með forsýningum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er frumsýnd í júlímánuði.

Enn er góður gangur í Síðustu veiðiferðinni en 1,205 sáu myndina í vikunni miðað við 1,095 gesti vikuna áður. Eftir nítjándu sýningarhelgi (þar af þrettán helgar í sýningum) nemur heildarfjöldi gesta 29,427 manns.

77 sáu Mentor eftir Sigurð Anton Friðþjófsson í vikunni, en alls hafa 518 séð hana eftir þriðju helgi.

ATH: Kvikmyndahúsin lokuðu þann 24. mars vegna kórónaveirufaraldursins og opnuðu aftur 4. maí.

Aðsókn á íslenskar myndir 6.-12. júlí 2020

VIKURMYNDAÐSÓKNALLS (SÍÐAST)
Amma Hófí2,9943,726 (með forsýningum)
19Síðasta veiðiferðin1,20529,427 (28,222)
3Mentor77518 (441)
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.