spot_img

Kvikmyndaskóli Íslands flytur á Suðurlandsbraut og stefnir á háskólastig

Böðvar Bjarki Pétursson stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands og Róbert Aron Róbertsson framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Festis, skrifa undir og handsala leigusamning . Til vinstri er húseignin, Suðurlandsbraut 18 (myndir: Kvikmyndaskól Íslands).

Kvikmyndaskóli Íslands hefur gert leigusamning til tuttugu ára við eigendur hússins við Suðurlandsbraut 18. Þá er vonast til þess að skólinn verði viðurkenndur á háskólastigi um næstu áramót.

Þetta kemur fram á vef RÚV og þar segir ennfremur:

Skólinn stefnir að því að nýta allt húsnæðið innan þriggja ára. Skólinn sótti um flýtimeðferð fjá mennta- og menningarmálaráðherra um að fá háskólaviðurkenningu fyrir næsta ár.

Undanfarið hefur skólinn verið til húsa á Grensásvegi 1 en það var tímabundinn samningur þar sem áformað er að rífa húsið.

Skólinn tekur um 70% af eigninni við Suðurlandsbraut á leigu, hjá fasteignafélaginu Festi, en stefnt er að því að allt húsnæðið verði komið undir Kvikmyndaskólann innan þriggja ára samhliða vexti alþjóðlegrar deildar innan skólans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum.

„Það mikill léttir fyrir Kvikmyndaskólann að vera loks kominn í framtíðarhúsnæði sem hægt er að byggja upp, eftir að hafa verið í bráðabirgðar aðstöðu um árabil,“ segir í tilkynningu.

Stefna á að útskrifa nemendur með háskólapróf á næsta ári

Nefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla tók til umfjöllunar þann 29. júní beiðni mennta- og menningarmála ráðuneytisins um skipan þriggja manna umsagnarnefndar erlendra sérfræðinga, sem gefa á ráðherra umsögn um fyrirliggjandi háskólabeiðni. Álit nefndar gæðaráðsin var síðan sent til samþykktar í ráðuneytið.

Vonast Kvikmyndaskólinn til þess að fá viðurkenninguna í desember á þessu ári og er þegar farinn að hefja umbreytinguna samkvæmt rektor skólans, Friðriki Þór Friðrikssyni.

Um leið og viðurkenningin liggi fyrir ætlar skólinn að hefja samstarfi við Háskóla Íslands að bjóða nemendum sínum upp á eins árs nám við kvikmyndafræðideild HÍ til þess að ljúka B.A. gráðu. Undirbúningu fyrir samstarfið hefur verið í burðarliðnum lengi.

„Þetta hefði ekki verið gerlegt nema fyrir velvild menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, sem leysti skólann úr áralöngum viðjum samningagerðar við ríkið og stendur núna við bakið á nemendum skólans að koma náminu á háskólastig,“ sagði Friðrik Þór við útskriftarathöfn skólans í vor.

Undirbúingur farinn af stað

„Skipuð hefur verið dómnefnd fjögurra valinkunnra doktora, til að meta hæfi væntanlegra akademískra starfsmanna. Væntanlegir prófessorar verða ráðnir í ágúst. Þá er einnig nýtt 12 manna háskólaráð sem meðal annars er skipað fulltrúum frá öllum helstu fagfélögum kvikmyndagerðarmanna og leikara,“ segir Friðrik í tilkynningu.

Staða aðstoðarrektors var einnig auglýst í vor og rann umsóknarfrestur út 21. júní.

Sjá nánar hér: Kvikmyndaskóli Íslands sækir í sig veðrið

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR