Frédéric Boyer stýrir dagskrárnefnd RIFF

Frédéric Boyer.

Frédéric Boyer, dagskrárstjóri hinna kunnu kvikmyndahátíða Les Arcs og Tribeca, fer fyrir dagskrárnefnd RIFF í ár og ber ábyrgð á keppnisflokknum Vitrunum.

Boyer hóf feril sinn á vídeóleigu í París og og er í dag listrænn stjórnandi Tribeca kvikmyndahátíðarinnar í New York og Les Arcs European Film Festival sem eru meðal þekktustu kvikmyndahátíða heims. Boyer, sem þekkir vel til íslenskra kvikmynda, var dagskrárstjóri Directors’ Fortnight í Cannes þegar mynd Rúnars Rúnarssonar, Eldfjall, var valin þangað 2011.

Auk Boyer sitja í dagskrárnefndinni Hrönn Marinósdóttir, Guðrún Helga Jónasdóttir, Ana Catala og Giorgio Gosetti, sem áður stýrði dagskránni.

„Í kvikmyndum gefst einstakt tækifæri til að varpa ljósi á margvísleg baráttumál í samfélaginu líkt og t.d. hreyfingar á borð við #metoo og Black Lives Matter. Þemað nægir þó ekki eitt og sér heldur skiptir mestu máli að myndin sé góð og að efni hennar geti orðið kveikjan að áhugaverðum samræðum. Pallborðsumræður og þetta lifandi samfélag í kringum kvikmyndirnar er það sem mér finnst áhugaverðast í þessu starfi,”

segir Boyer í tilkynningu.

RIFF fer fram dagana 24. september til 4. október. Hátíðin hlýtur í ár svokallaðan Creative Europe – Media styrk Evrópusambandsins sem er veittur framúrskarandi kvikmyndahátíðum í Evrópu og nemur nærri átta milljónum króna. Einnig er hátíðin stofnmeðlimur Europa film festivals, nýrra evrópskra hagsmunasamtaka kvikmyndahátíða.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR